Cessna TF-SPY

TF-SPY

Myndir: Birgir Steinar Birgisson

 
 

Cessna Skyhawk C-172N

TF-SPY er nýjasta viðbót í Cessna Skyhawk flota félagsins. Hún var keypt hérlendis árið 2018 og fór þá í algjört yfirhal allra hluta hjá flugvirkjum félagsins. Skipt var um innréttingar, tæki af nýjustu gerð tóku við af eldri mælum, þægileg leðursæti komi í stað gömlu Cessna sætanna auk þess sem vélin var máluð í litum félagsins. Mikil ánægja er með vélina sem er hin besta í flugi.

Vélin er með180 hestafla hreyfil sem gefur henni meira afl umfram hefðbundnar C172 vélar sem flestar eru 150 eða 160 hestöfl. Vélin er vinnuhestur og getur leikandi tekið mikla hleðslu og hentar því vel til flugs með fjölskyldu og vini.

Mikil eftirvænting var í félaginu á meðan uppgerð SPY stóð og hafa viðtökurnar verið eftir því en vélin er á flugi nær alltaf þegar veður gefur tækifæri til.

Kröfur

  • Þekking á Garmin G5 flugmælatæki sem er um borð í vélinni.

  • Þekking á EDM900 mótormælum.

  • Ekki eru gerðar kröfur um lágmarkstímafjölda.

  • Kennari hjá Geirfugli þarf að staðfesta færni þeirra sem vilja fljúga vélinni.

  • EFIS áritun er ekki krafa en í boði samhliða úttekt á SPY

Skjöl og handbækur