Fræðslukvöld

Fræðslukvöld

Geirfugl leggur mikla áherslu á endurmenntun meðal flugmanna. Reglulega eru haldin fræðslukvöld fyrir félagsmenn sem kennarar skólans sjá um og þar er farið yfir ýmis atriði.

Upprifjun flugmanna

Að vera flugmaður er ferli sem stendur yfir alla ævina. Stöðugt þarf að rifja upp helstu atriði flugsins, fylgjast með nýjum upplýsingum, læra á breytt umhverfi og hafa lykilatriði í flugmennsku efst í huga. Til að halda þekkingu Geirfugla á sem bestum stað heldur Geirfugl reglulega upprifjunarkvöld þar sem stiklað er á stóru úr námsefni einkaflugmanna og farið er yfir nýjustu upplýsingar hverju sinni.

Vetrarflug

Flug að vetri til felur í sér ýmis atriði sem hafa þarf í huga. Huga þarf að brautarskilyrðum, veðurmál verða mikilvægari, meðhöndlun hreyfils breytist og svo mætti áfram telja. Geirfugl hefur boðið félagsmönnum á stutt námskeið um vetrarflug í gegnum árin.

F16117F1.JPG

Skyndihjálp í flugsamhengi

Heilsutengd atvik geta komið skyndilega upp hjá farþegum og flugmönnum á öllum stigum flugs sem kunna þarf að bregðast við. Þá getur skyndihjálparþekking skipt sköpum í viðbrögðum á vettvangi ef um alvarleg flugatvik er að ræða. Geirfugl fræðir félagsmenn sína um rétt viðbrögð reglulega.


Nætursjónflug

Þegar rökkva tekur að hausti breytast skilyrði til flugs með þeim hætti að oftar er flogið í myrkri. Sérstök réttindi þarf til sjónflugs í myrkri og því heldur Geirfugl reglulega fræðslukvöld fyrir félagsmenn auk þess að kenna til næturflugsréttinda.

Stélhjólsflug

Geirfugl rekur stélhjólsflugvél og hefur því reglulega haldið fræðslukvöld um stélhjólsflug fyrir félagsmenn sína. Að fljúga stélhjólsvélum er skemmtilegt en um leið krefjandi. Félagið kennir einnig til stélhjólsréttinda.

Öryggismál

Flugöryggi eykst með tímanum þar sem flugheimurinn leggur mikla áherslu á að læra af mistökum, atvikum, slysum og öðru sem gerist. Því eru reglulega haldnir fundir þar sem rætt er um fyrirkomulag flugmála, atvik og annað sem aukið getur öryggi í flugi.