Einkaflugnám

Einkaflugnám

Geirfugl kennir til einkaflugmannsprófs (e. Private Pilot Licence, PPL) sem veitir alþjóðleg réttindi til að starfrækja smærri loftför.

Allir eru velkomnir

Allir sem vilja geta orðið flugmenn. Námsefnið er einfalt og aðgengilegt og geta allir sem metnað hafa til lokið námi. Engin krafa er gerð um fyrri þekkingu eða færni.

Nemendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri til að hefja nám.

thordur.jpg

Fyrsta skref til atvinnuflugs

Einkaflugmannspróf er fyrsta skref flugmanna sem ætla sér að læra atvinnuflug. Kjörið er að ljúka einkaflugmannsprófi hjá Geirfugli og halda svo áfram inn á námsbrautir atvinnuflugs hérlendis eða erlendis.

Útskrifaðir nemendur starfa sem flugmenn og flugstjórar um allan heim hjá félögum á borð við Icelandair, WOW air, Air Atlanta, Flugfélagi Íslands, Flugfélaginu Erni, Cargolux, Ryanair og svo mætti áfram telja..

atli.jpg

Bóklegur hluti

Við bjóðum bæði upp á staðnám og fjarnám.
Staðnám tekur 10 vikur og er kennt á kvöldin frá 18-21. Fjarnámi er skipt upp í tvær lotur sem hver tekur fjórar vikur að ljúka. Námsefnið er fjölbreytt og telur níu ólík fög; allt frá veðurfræði og vélfræði til heilbrigðisfræði og siglingafræði. Við bóklega námið nota nemendur flugreiknistokk, svonefndan plotter auk bóka en þessir hlutir eru innifaldir í námskeiðinu.

Bóklegu námskeiði lýkur með bóklegum prófum hjá Geirfugli og í framhaldinu bóklegum prófum hjá flugmálayfirvöldum. Prófin eru úr sama námsefni.

 
 

Verklegur hluti

Verklegi hluti námsins er jafnframt sá skemmtilegasti. Þú ræður hvenær þú tekur verklega hlutann en best er að byrja á því að fljúga með kennara nokkuð ört og ljúka einflugsprófi (Solo) sem tekur venjulega 12-15 flugtíma og skrá sig svo á bóklegt námskeið og klára verklegt nám samhliða eða á eftir námskeiðinu. Með því móti tengir þú vel saman það sem kennt er á námskeiðinu við framkvæmd þess um borð í flugvél.  Alls er verklegur hluti 45 kennslutímar að lágmarki sem skiptast þannig; 

25 tímar með flugkennara í æfingum og yfirlandsflugi

10 tímar í einflugi (solo) í æfingum

5 einflugstímar (solo) í yfirlandsflugi

5 tímar undirbúningur fyrir færnipróf

Vettvangsferð um flugvöllinn

Við förum á hverju ári með nemendur í kynningarferð um völlinn þar sem við heimsækjum rekstraraðila, flugumferðarstjórn, flugklúbba og aðra aðila. Nemendur kynnast því umhverfi sínu vel, sjá betur fyrir sér hvað er að gerast í flugturni og hafa betri tilfinningu fyrir því hverju megi við búast á Reykjavíkurflugvelli meðan á verklegu námi stendur.

ÚTskrift

Þegar þú hefur lokið bóklegu og verklegu námi er komið að útskrift úr flugskóla Geirfugls. Að útskrift lokinni ert þú orðinn flugmaður og getur flogið með vini og vandamenn hvert á land sem er.

Geirfugl býður nemendur velkomna í flugklúbb félagsins þar sem félagsmenn hafa aðgang að sjö flugvélum og annarri aðstöðu.


Góð fjárfesting

Við leggjum áherslu á að bjóða nemendum bestu kjör sem finnast á markaði á hverjum tíma. Við kennum á Reykjavíkurvelli og lágmörkum þannig ferðakostnað flugnema.

 

verðskráin er undir flipanum “flugskóli”

Geirfugl býður flugnám á mjög samkeppnishæfu verði þar sem nemendur fá ekki aðeins flugpróf að námi loknu heldur náin tengsl við grasrót flugsins.

Athugið að flugtímar eru seldir eftir því sem námi vindur fram og getur verð þeirra breyst.
 

Hvað er Einkaflugmannsnámið (PPL) langt?

Það fer eftir hverjum og einum hversu marga flugtíma þarf til að ljúka námi. Lágmarksfjöldi samkvæmt reglum er 45 tímar. Þeir sem gefa sig alla í námið á sem stystum tíma gengur oftast best. Hér má sjá samantekt við flugnám í því tilviki, athugið að þetta er miðað við lágmark, en oft útskrifast nemendur með fleiri flugtíma:

Diamond DA20 (45 klst) + Flugkennari (45 klst)
Bóklegt námskeið (Staðnám eða fjarnám) 7-8 vikur

Gjöld hjá flugmálayfirvöldum fyrir útgáfu skírteina, próftöku, o.fl. bætast svo við. Þau er að finna á heimasíðu Samgöngustofu.
 

 

Fjármögnun

Bankar bjóða flugnemum að fjármagna námið hjá Geirfugli hvort sem haldið er áfram í atvinnuflugsnám eða ekki.

Styrkir

Mörg stéttarfélög hafa styrkt félagsmenn til náms og fellur námið í Geirfugli þar undir.

Prófið gildir út ævina

Þeir sem ljúka einkaflugmannsprófi fá skírteini sem gildir út ævina. Viðhalda þarf áritunum í skírteini eins og reglur kveða á um á hverjum tíma.

EININGAR METNAR TIL STÚDENTSPRÓFS

Flestir framhaldsskólar meta bóklegt nám til einkaflugmanns til eininga til stúdentsprófs.  Fjöldi eininga er misjafn eftir skólum en allt að 20 einingar hafa fengist metnar skv. síðustu upplýsingum.  Það er skynsamlegt að kynna sér málið í þínum skóla.