Aðalfundur 2023

Reykjavík, 25.08.2023

Aðalfundur

Aðalfundur Flugfélagsins Geirfugls ehf. verður haldinn miðvikudaginn 6. september nk. klukkan 20:00 í Fluggörðum 25, 102 Reykjavík.

Dagskrá í samræmi við 14. gr. samþykkta félagsins:

1. Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.

2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda eða skoðunarmanna félagsins til samþykktar.

3. Stjórn félagsins skal kjörin og endurskoðendur eða skoðunarmenn.

4. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

5. Ákvörðun um kjör stjórnar og embættismanna félagsins.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út kl. 20:00 sunnudaginn 3. september nk. Framboðum til stjórnar skal skila skriflega á skrifstofu félagsins eða í tölvupósti á geirfugl@simnet.is.

Tillögur um mál sem taka skal fyrir skv. 4 lið, skulu hafa borist skrifstofu félagsins eða í tölvupósti á geirfugl@simnet.is fyrir klukkan 20:00 miðvikudaginn 30. ágúst nk. Tillögurnar verða birtar jafnóðum á heimasíðu félagsins undir Félagið – Aðalfundur 2023.

Ef frekari upplýsinga er þörf er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 866-1578 eða með tölvupósti á geirfugl@simnet.is.

Bent er á að réttur til setu á aðalfundi félagsins er bundinn við hluthafa í félaginu, eða handhafa umboðs frá hluthafa undirrituðu í viðurvist tveggja vitundarvotta.

Stjórn