Kennarar og stjórnendur
Skólastjóri
Matthías Arngrímsson er skólastjóri og einn reyndasti flugkennari landsins með yfir 20 ára reynslu. Þá var Matthías um árabil yfirflugkennari hjá Geirfugli.
Matthías hefur starfað sem flugstjóri á Boeing 757/767 en flýgur nú Boeing 737 hjá Icelandair.
“Ég lærði fyrst og fremst góða flugmennsku sem síðan hefur fylgt mér allan minn flugferil.”
Kennararnir okkar eru allir með mikla reynslu af flugi við íslenskar aðstæður og víða annars staðar um heiminn, allt frá litlum kennsluvélum, meðalstórum vélum í innanlandsflugi og upp að þotum í millilandaflugi. Þeir byrjuðu allir á sama stað og þú ert núna - með því að skrá sig á námskeið.
Þeir munu því taka vel á móti þér á Reykjavíkurvelli og finna réttu leiðina í námshraða, tíma og öðru sem hentar þér.
Unnið er að uppfærslu á kennaralista.